Vinnustofa í olíumálun fyrir einstaklinga með nokkra grunnþekkingu og reynslu í myndlist.
Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni að verkefnum sínum langa helgi og leitast við að aðstoða hvern og einn eftir bestu getu. Farið verður yfir mismundandi tækni og notkun olíulit í myndlist með áherslu á notkun spaða. Þátttakendur taka með sér liti og striga (40×50 eða 50×60) pensla og spaða, betur auglýst síðar. Við byrjum á stuttum inngangi síðdegis föstudeginum 15. apríl þar sem m.a. verður tekin fyrir áherslur í myndbyggingu og litameðferð.
Á laugardeginum byrjum við fyrir hádegi á hugmyndavinnu og myndbyggingu.
Eftir hádegi sama dag og fram á síðdegi sunnudaginn 17.apríl – málun. Leiðbeinandi er Sossa http://www.sossa.is/ Verð: 19.500 kr.-