Þessi myndarlegi hópur útskrifaðist síðastliðinn föstudag af námskeiðinu Verkfærakistann – Sterkari starfsmaður.
Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem nýtast námsmönnum bæði í leik og starfi.
Við óskum þeim innilega til hamingju og góðs gengis með framhaldið.