Verkefnið byggist á að lána mannauðsráðgjafa til fyrirtækja, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert, gerir eða dýpkar greiningu á þörfum fyrirtækisins og samhæfir við önnur námskeið eða viðurkenndar fræðsluleiðir innan óformlega fræðslukerfisins. Má þar nefna námsleiðir samkvæmt námskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins – þar sem það á við.
Undir Viska er með samning við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð www.fjolmennt.is um námskeið ætluð fólki með fötlun 20 ára og eldra.
Í samningnum er m.a. kveðið á um að Viska eigi að bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri fyrir fatlaða á svæðinu.
Leitast er við að leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu fyrir fólk með fötlun séu menntaðir kennarar og/eða með góða reynslu af kennslu.