Skipstjórnarnám.
12m og styttri fyrir atvinnuréttindi
Kennslulotur 28.-31. mars og aftur 9.-12. maí.
Lýsing:
Smáskipanám kemur í stað þess sem
áður var nefnt 30brl. réttindanám (pungapróf)
og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd
skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin
miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri
að skráningarlengd að tilskyldum 12 mánaða
siglingatíma. Á námskeiðinu verða kennd
atriði sem krafist er samkvæmt námskrá um
skipstjórnarnám m.a. siglingafræði, slysavarnir, siglingareglur, stöðugleiki og siglingatæki,
fjarskipti, veðurfræði, skipstjórn, og umhverfisvernd. Námið er 115 kennslustundir og metið
sem 6 feiningar. Til þess að nám teljist lokið
þarf lágmarkseinkunn í siglingareglum að vera
6.0 og 5.0 í siglingarfæði og stöðugleika.
Kennslugögn/námsgögn: Verkefnabók í siglingafræðum, Sjómannabókin, alþjóðasiglingareglur, stöðugleiki fiskiskipa og sjókort.
Áhöld: gráðuhorn fyrir siglingafræði, reglustika
50 cm. og hringfari (sirkill).
Tími:
Kennt verður í þremur lotum, en nemendur vinna síðan verkefni á milli. Lotur verða
auglýstar síðar með dagsetningum.
Að loknu smábátanámi þarf að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu.
Skilyrði til atvinnuréttinda eru að :
§ hafa lokið smábátanámi
§ hafa 12 mánaða siglingatíma
§ viðkomandi sé orðinn 18 ára og hafa lokið
námskeiði í Slysavarnarskóla Sjómanna – Sæbjörgu
Þeir, sem ljúka smáskipaprófi, geta tekið
verklegt próf hjá Tækniskóla Íslands og öðlast
þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra
skemmtibáta. Að loknu smáskipanámi þarf að
sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu
Ármúla 2.
Verð: 145.000 krónur.
Innifalið í því er sjókort
og öll námsgögn. Þátttakendur verða sér sjálfir
úti um áhöld, hringfara (sirkil), reglustiku 50 cm
og gráðuhorn. Námskeið eru háð því að næg
þátttaka sé fyrir hendi.
Leiðbeinandi:
Gunnlaugur Dan Ólafsson gunnlaugurdan@fiskt.is
Námið fer fram í í Visku að Ægisgötu 2
Vestmannaeyjum. Athugið niðurgreiðslu frá
stéttafélagi.
Skráning í síma 488-0100 eða senda á sb@setur.is