Fræðsla í Vestmannaeyjum
Fyrirlesari: dr. Sigrún Sigurðardóttir, lektor og formaður framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Útskrifaðist úr Lögregluskóla Ríkisins 1993, hjúkrunarfræðingur frá HA 2001 og með MSc. Í heilbrigðisvísindum frá HA 2007. Lauk doktorprófi frá HÍ 2017 og fjalla rannsóknir hennar um kynferðislegt ofbeldi í æsku og úrræði. Einnig hefur hún umsjón með námskeiði á meistarastigi við HA um sálræn áföll og ofbeldi. Hún starfaði árið 1995 sem lögreglukona í Vestmannaeyjum í níu mánuði og spilaði einnig fótbolta með mfl.kvk ÍBV það sumar 😊
Fjallað verður um sálræn áföll almennt út frá sem flestum sjónarhornum, um einkenni, afleiðingar, viðbrögð og úrræði. Sálræn áföll geta haft víðtækar og útbreiddar afleiðingar fyrir heilsufar og líðan einstaklinga. Einkenni geta komið fram strax eftir áfallið eða mörgum árum eða áratugum seinna. Afleiðingar eins og kvíði, þunglyndi og önnur geðræn vandamál, hegðunarvandmál, námsörðugleikar, líkemleg einkenni s.s. verkir, vefjagigt, síþreyta, svefnvandi. Einnig félagsleg vandamál s.s. erfiðleikar í samskiptum og að mynda tengls, áfengis- og fíknivandi. Afleiðingar geta komið fram án þess að einstaklingar átti sig á því eða sjái tengsla á milli áfalla og afleiðinga. Fjallað verður um hlutverk fagfólks og mikilvægi þverfaglegs samstarfs.
Erindið er haldið í Visku að Ægisgötu 2 miðvikudaginn 3. apríl kl. 17:00 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Gott væri að fólk skráði sig á erindið svo við getum gert okkur grein fyrir fjölda.
Skáning í síma 488-0100 eða senda á sb@setur.is