Vélstjórn-Smáskipavélavörður – vélgæsla 750kW 12m og styttri
Viska býður upp á nám í vélaverði, námið veitir réttindi til að vera vélavörður á bát með allt að 750 kW vél á bát sem er 12 m og stytti að skráningarlengd. Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu. Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, kælikerfi (freon!), vökvakerfi og frágang véla.
Í október er áætlað að bjóða upp á nám í vélstjórn sjá tímatöflu hér að neðan.
Byrjum þann 17. október með kynningarfundi. Kennsla hefst 9. október kl. 16:00-21:00. Námið er kennt í lotum.
Námið er alls 56,5 klukkutímar / 85 kennslustundir.
Verð er 160.000.kr. námskeiðsgögn eru innifalin í verði. Námskeið eru háð því að tilskilin fjöldi þátttakenda sæki þau. Skráning í síma 488-0100 og viska@viskave.is
Athugið niðurgreiðslu frá stéttafélagi. Nánari upplýsingar gefur Valgerður Guðjónsdóttir í síma 488-0115