Akstursöryggisnámskeið Hópbifreiðastjóra
Haustönn 2020
Meiraprófsnámskeið í samstarfi Ökulands og Visku. Ökuland á Selfossi hefur samþykkt að kenna meira prófið til Eyja. Kennslufyrirkomulagi er þannig háttað að bóklegi þátturinn er kenndur í fjarkennslu. Skyndihjálpin er kennd hér í húsnæði Visku og verklegi þátturinn verður kenndur í Eyjum eða Selfossi en það er háð fjölda þátttakenda. Frekari upplýsingar er að finna inn á síðu Ökulands og skráning fer einnig fram þar.
Námskeiðið miðar að því að aka án þess að stofna sér í hættu. Þátttakendur upplifa akstur við viðsjárverðar aðstæður og læra hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi. Kynnist eðlisfræðilegum lögmál við hópbifreiðaakstur, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi. Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur