Lyfjaendurnýjun á Heisluveru og rafræn skilríki
Í Visku verður boðið upp á námskeið í lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og notkun Rafrænna skilríkja. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og leiðbeinendur verða Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og Harpa Gísladóttir bankastarfsmaður. Þær munu kenna og aðstoða fólk við að átta sig á ferlinu og komast inn í framtíðina og auðvelda fólki endurnýjun lyfja. Gott væri að koma með eigin fartölvu/ipad en annars verður ferlið sýnt á myndrænan hátt.