Lýsing
Leiðbeinadi: Kristinn R. Ólafsson er fæddur og uppalinn í Eyjum. Kom í heiminn á Brimbergi – Strandvegi 37 –, var miðbæjarormur og bryggjulalli, vann í fiski, gróf skurði fyrir vatnsveiturörum, hreinsaði vikur gosárið ’73, starfaði á Flugfélaginu…, en hleypti loks heimdraganum endanlega og fór til Spánar þar sem hann bjó í ein 35 ár, lengst af í höfuðborginni Madríd. Hann varð landskunnur fyrir útvarpspistla sína þaðan. Hann hefur unnið í áratugi við þýðingar úr spænsku á íslensku og öfugt, ásamt ýmsum öðrum störfum eins og fararstjórn, leiðsögn og kennslu.
Kennslufyrirkomulag: Þetta verður fjarkennsla í gegnum Zoom svo að hver nemandi getur látið fara vel um sig heima við tölvuna í sameiginlegri kennslustund.
Tími: Byrjendatímarnir hefjast þriðjudaginn 26. janúar en tímarnir fyrir þau lengra komnu fimmtudaginn 28. janúar. Kennt verður einu sinni í viku, í 10 skipti alls, tvær kennslustundir í senn, samtals í hálfan annan tíma, með stuttu hléi.
Verð: 32.000 kr