Lýsing
Á námskeiðinu munu þátttakendur læra
- Hvernig á að ná meiri árangri á kostnaðarlítinn hátt.
- Hver munur er á því að Boosta/promota eða búa til auglýsingu
- Hvernig þú setur upp Facebook Business Manager, Facebook Pixel, Ad manager o.fl.
- Hvernig efni virkar best á bæði Facebook og svo Instagram.
- Hvernig þú metur árangur herferða þinna í Ads Manager og hvernig þú getur notað Facebook Pixel til að ná meiri árangri með Facebook Ads.
Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar bæði þeim sem starfa við markaðsmál og vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði sem og starfsfólki smærri fyrirtækja sem vilja nýta betur og bæta þekkingu sína á möguleikum stafrænna miðla.
Um kennarann
Sigurður Þór Norðfjörð hefur starfað með yfir 90 fyrirtækjum um allan heim og starfað í nánast öllum atvinnugreinum. Fjáramálaráðgjöfum, netverslunum hérlendis og erlendis, ferðaþjónustu fyrirtækjum, bókhaldsstofum o.fl. Sigurður hefur auglýst í öllum heimsálfum og skilað fyrirtækjum yfir 100 milljónum króna síðustu 30 daga með Facebook og Instagram auglýsingum.
Tími : 2x 2 klst.
Dagsetning: Ákveðin síðar.
Staðsetning: Zoom.
ATH – Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi.
Skráning er hjá Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja í síma 488 0100 og hjá viska@viskave.is.
Skráning í síma 4880100 og á viska@viskave.is