Lýsing
Njála er þekktust Íslendingasagna, jafnt sem fulltrúi bókmenntagreinarinnar sem og bókmenntaverk sem slíkt. Bygging verksins og skipulag, þ.e. það sem höfundurinn á, er einstakt á þessum tíma.
Námskeiðið er þannig uppbyggt að við lesum Njálu og hittumst vikulega og ræðum hana. Stefnt er að ferð um Njáluslóðir að lestri loknum, þegar siglt er um Landeyjahöfn, jafnvel á vorönn.
Stefnt er að því að byrja miðvikudaginn 10. október og hópurinn hittist vikulega í fimm vikur.
Kennari er: Haukur Svavarsson íslenskufræðingur og kennari.
Staður: Viska, Ægisgötu 2
Tími: Miðvikudagskvöld eða síðdegi. Hópurinn ákveður það í sameiningu.
Verð: 7000 kr. fyrir utan ferð um Njáluslóðir.
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldinu til stéttarfélaganna.