Vor- og haustönn 2019
Lyfjaendurnýjun á Heisluveru og rafræn skilríki
Í Visku verður boðið upp á námskeið í lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og notkun Rafrænna skilríkja. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og leiðbeinendur verða Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og Harpa Gísladóttir bankastarfsmaður. Þær munu kenna og aðstoða fólk við að átta sig á ferlinu og komast inn í framtíðina og auðvelda fólki endurnýjun lyfja. Gott væri að koma með eigin fartölvu/ipad en annars verður ferlið sýnt á myndrænan hátt.
Franska með Svönu Kolbeins
Nous parlons français! Við tölum frönsku! Námskeiðið er ætlað byrjendum í frönsku. Grunnorðaforði er byggður upp og áhersla er lögð á að í lok námskeiðs geti þáttakendur skilið og talað um efni sem tengjast þeim sjálfum og átt í einföldum samræðum á tungumálinu. Farið er yfir undirstöðuatriði í málfræði, s.s. nútíð sagna, greini, kyn, tölur og persónu- og spurnarfornöfn.
Spænskunámskeið með Eyjapeyjanum Kristni R. Ólafssyni.
¡ESPAÑOL!
Spænskunámskeið með Eyjapeyjanum Kristni R. Ólafssyni.
Þetta eru tvö námskeið, annað fyrir þau sem langar að stíga sín fyrstu skref í spænsku, en hitt fyrir þau sem komin eru öllu lengra.
Mest áhersla verður lögð á hið talaða mál til að ná að tjá sig svolítið en málfræði skoðuð líka eftir þörfum svo að fólk svífi ekki alveg í lausu lofti.
Akstursöryggisnámskeið Hópbifreiðastjóra
Haustönn 2020
Meiraprófsnámskeið í samstarfi Ökulands og Visku. Ökuland á Selfossi hefur samþykkt að kenna meira prófið til Eyja. Kennslufyrirkomulagi er þannig háttað að bóklegi þátturinn er kenndur í fjarkennslu. Skyndihjálpin er kennd hér í húsnæði Visku og verklegi þátturinn verður kenndur í Eyjum eða Selfossi en það er háð fjölda þátttakenda. Frekari upplýsingar er að finna inn á síðu Ökulands og skráning fer einnig fram þar.
Námskeiðið miðar að því að aka án þess að stofna sér í hættu. Þátttakendur upplifa akstur við viðsjárverðar aðstæður og læra hvernig meta skal aðstæður rétt og af öryggi. Kynnist eðlisfræðilegum lögmál við hópbifreiðaakstur, að þekkja og forðast hættulegar aðstæður á vegi. Rétt aksturslag í gegnum beygjur og rétt beiting á bremsum við beygjur
Sörubakstur með Sigrúnu Ellu
Haustönn 2020
Sörubakstur er oft ómissandi hluti af fjölskylduhefðum um jólin en þykir heldur flókinn og fylgir honum oft mikil vinna. Sigrún Ella Sigurðardóttir útskrifaðist sem konditor frá Zealand Buisness Collage í Ringsted, Danmörku árið 2017 og sem súkkulaðigerðarmeistari (e. chocolatier) frá Kold Collage í Óðinsvé, Danmörku árið 2019
Microsoft Teams og OneDrive
Haustönn 2020
Á þessu námskeiði er farið yfir bæði Teams og OneDrive frá Microsoft en þau vinna náið saman og varla hægt að nota annað án þess að komast í kynni við hitt á einhverjum tíma. Byrjað er að fara yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
Innblásturserindi: Skapaðu þín eigin tækifæri
Haustönn 2020
Á fyrirlestrinum munu þáttttakendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framkvæmd. Í því felst að virkja eigin frumkvöðlahugsun og forgangsraða hugmyndum sem vekja áhuga.
Meðferð matvæla
Haustönn 2020
Námskeiðið er ætlað fólki sem við öðlast frekari þekkingu á meðferð matvæla.
Forgangsröðun verkefna, tímastjórnun og mikilvægi þess að setja sér markmið
Haustönn 2020
Námskeiðið er ætlað fólki sem glímir við álag og/eða vill byggja sig upp til að vera betur í stakk búið að takast á við álag og áreiti í einkalífi og starfi.
Efling í starfi
Haustönn 2020
Á námskeiðinu er hugað að undirbúningi fyrir starfsleit og hvernig megi efla sig á því sviði.
Fjármálalæsi
Haustönn 2020
Námskeiðið hentar öllum sem vilja gera breytingar í fjármálunum og tileinka sér nýjar aðferðir og skipulag.
Náms- og starfsráðgjöf
Vor- og haustönn 2020
Hefur þú verið að velta fyrir þér námi og störfum? Viska býður upp á margvíslega ráðgjöf fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Ráðgjöfin er ókeypis fyrir einstaklinga.