Við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands stunda nú um 400 manns meistara- eða diplómanám á fimm mismunandi námsleiðum (sjá hér að neðan). Inngangsskilyrði á allar línur eru BA, BS eða B.ed próf í einhverri grein. Allar upplýsingar eru í ítarlegum kynningarbæklingi deildarinnar. Bent er á að nemendur geta auk aðalgreinar tekið valfög á öðrum námslínum deildarinnar og þannig lagað námið að eigin þörfum og áhugasviði: http://www.hi.is/files/u198/framhaldsbaeklingur_fyrir_vef.pdf
Umsóknarfrestur 30. nóv. fyrir diplómanám. Diplómanám fæst metið inn í MA nám Stjórnmálafræðideildar.
Ekki eru tekin skólagjöld við H.Í., en nemendur greiða s.n. skráningargjald, 43.500 ef námið er hafið um áramót. (60.000.- kr. f. árið) http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam