Námskeið í ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum. Flott námskeið þar sem rætt er um helstu einkenni lífrænnar ræktunar, jarðveginn, áburðarefni og safnhauginn. Einnig um mismunandi skipulag og undirbúning matjurtabeðanna. Síðan fjallað um einstakar grænmetistegundir og kryddjurtir. Námskeiðið fer að mestu leyti fram með fyrirlestri en þó verða einnig sýnd handtökin við sáningu og dreifsetningu. Seinni hluti námskeiðsins fer svo í ræktun kryddjurta bæði utandyra og innandyra.
Leiðbeinandi: Auður Ingibjörg Ottesen garðyrkjufræðingur
Hvar og hvenær: Laugardaginn 6. apríl kl. 11:00-14:00 að Ægisgötu 2
Verð: 10.000
Skáning í síma 488-0100 eða senda á sb@setur.is