Kennsluáætlun

• Innra eftirlit, HACCP/GÁMES – tilgangur og það sem almennt starfsfólk þarf að hafa í huga varðandi gæðakerfi.

• Vöruþekking og fæðuflokkarnir –Innihald og samsetning fæðu. Fjallað um helstu vöruflokka og hvað er sérstakt við hvern þeirra.

• Geymsluþol – fjallað um geymsluþol, þurrvöru, kæli- og frystivöru. Jafnframt um læðir til að hámarka geymsluþol.

• Ofnæmi og óþol. Helstu ofnæmis og óþolsvaldar. Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli.

• Þrif og sótthreinsun – þrifaaðgerðir, eftirlit með þrifum og sótthreinsun.

• Bakstur – brauð. Mætt í skólaeldhús og allir baka brauð og rúnstykki. Ef tími gefst til þá mun hópurinn einnig ákveða saman annan bakstur.

• Eldun – fiskur/kjöt. Einfaldar uppskriftir og ráð til að elda fisk og kjöt fyrir hópa. Allir taka þátt í að elda og borða síðan saman.

• Fræðsla um atvinnulífið – réttindi og skyldur (verkalýðsfélagið)

• Samstarf og samvinna á vinnustað

Leiðbeinandi:  Ragnheiður Sveinþórsdóttir umhverfis- og sjávarútvegsfræðingur og fyrrum  gæðastjóri hjá Iðunni seafood

Verð: 22.000 kr

Tími: 30 klst.

Dagsetning og staður: Þegar næg þátttaka næst. Kennt í gegnum Zoom *

ATH: Félagsmenn í Drífanda og Stavey geta sótt þetta námskeið sér að kostnaðarlausu!

Skráning er hjá Visku – fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja í síma 488 0100 og hjá viska@viskave.is.