Stutt lýsing: Á námskeiðinu er fjallað um fæðu og þarmaflóru í tengslum við breytingaskeið kvenna. Fæðuval hefur áhrif á örveruflóru meltingarfæranna. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu flóru getur stuðlað að hitakófum og svitaköstum og haft áhrif á svefn og andlega líðan. Námskeiðið byggir á rannsóknum í næringarlæknisfræði.
Lengri lýsing: Nýjar rannsóknir benda til þess að hitakóf, svitaköst, svefnörðugleikar, beinþynning og andleg vanlíðan eigi m.a. upptök í meltingarveginum. Á þessu námskeiði verða áhrif örveruflóru þarmanna á hormónakerfið skoðuð og hvernig fæðið getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif. Farið er yfir hvað getur raskað þarmaflórunni og hvað er til ráða. Möguleikinn á að nota bætiefni, þ.m.t. mjólkursýrugerla (probiotics), til að draga úr einkennum er skoðaður og rýnt í nýjustu rannsóknir í þeim efnum.
Á námskeiðinu er fjallað um: Áherslupunktar – mega vera fleiri eða færri
- Breytingaskeið kvenna og ýmis einkenni.
- Flóru meltingarvegar og hlutverk hennar í tengslum við hormónakerfi.
- Flóru meltingarvegar og hlutverk hennar í tengslum við taugakerfi.
- Hvað getur raskað þessari miklvægu þarmaflóru og hvað er til ráða.
- Hvernig þarmaflóran hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan.
- Fæðutegundir sem geta stuðlað að/dregið úr einkennum á breytingaskeiði.
- Bætiefni sem geta haft jákvæð áhrif. Ávinningur þinn: Áherslupunktar – mega vera fleiri eða færri • Aukin þekking á mikilvægi örveruflóru þarmanna í tengslum við breytingaskeið kvenna.
- Að öðlast skilning á hvernig fæða hefur áhrif á þessa örveruflóru.
- Að þekkja hvaða fæðutegundir geta stuðlað að/dregið úr einkennum breytingaskeiðs.
- Að öðlast innsýn í hlutverk ákveðinna bætiefna í þessu samhengi, s.s. mjólkursýrugerla.
Fyrir hverja: Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um breytingaskeið kvenna og leiðir til að draga úr einkennum og heilsufarskvillum sem geta fylgt í kjölfarið.
Aðrar upplýsingar: Kennari(ar): Birna G. Ásbjörnsdóttir er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá háskólanum í Surrey. Hún hefur einnig lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá háskólanum í Oxford og stundar nú doktorsnám í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Birna heldur reglulega námskeið fyrir fagfólk og almenning ásamt því að veita einstaklingsráðgjöf.
Skráning í síma 4880100 eða á viska@viskave.is og sb@setur.is
Verð: 12.000 kr.
Haldið miðvikudaginn 10. apríl kl. 17:00-20:00