Nú er starfssemi Visku að fara af stað og um að gera að fylgjast með á heimasíðunni.
Grunnmenntaskólinn
Tímabil:
Lýsing:
Grunnmenntaskólinn hentar þeim sem vilja styrkja sig í grunngreinum íslensku, stærðfræði, ensku og tölvum. Lögð er áhersla á verkefnavinnu, verklegar æfingar, hópavinnu, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi skólann til styttingar náms í framhaldsskóla. Góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á nám á framhaldskólastigi. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að framhaldsskólar geti metið námið til eininga. Námið er 300 kennslustundir og kostar 56.000.
Námið hefst í sept/okt 2013 eða þegar næg þátttaka næst.
Nánari upplýsingar veitir Sólrún í síma 481-1950 eða solrunb@eyjar.is
Hér má sjá kynningarmyndband um Grunnmenntaskólann
http://www.youtube.com/watch?v=3SRWN2fTUak
Verð: 56.000 kr.
Kvikmyndasmiðja
Tímabil: September – desember 2013
Lýsing: Kvikmyndasmiðja I er 120 kennslustunda námsleið þar sem gefin er innsýn inn í heim handritagerðar og kvikmyndatöku. Farið er í gegnum tól og tæki sem þarf til verksins. Nemendur gera sitt eigið handrit og taka upp stuttmynd, klippa og gera klára til sýningar.
Nánari upplýsingar veitir Valgerður í síma 481-1950 eða netfangið viska@eyjar.is
Verð: 25.000 kr.
Verkefnastjórnun
Á námskeiðinu Grunnatriði Verkefnastjórnunar og leiðtogahæfni eru kenndar aðferðir sem nýtast við stjórnun mismunandi verkefna af ýmsum stærðum og gerðum. Markmið námskeiðsins er að skapa skilning á aðferðafræði faglegrar verkefnastjórnunar.
Þekking, færni og hæfni:
• Að auka hæfni í að leiða verkefni og vinna í verkefnum.
• Að auka þekkingu á eðli verkefnavinnu.
• Að auka hæfni í að taka þátt í hópvinnu.
• Að öðlast færni í að nýta þau verkfæri sem kynnt verða á námskeiðinu.
• Að öðlast þekkingu fyrir alþjóðlega D-vottun verkefnisstjóra hjá IPMA (International Project Management Association)
Fyrir hverja:
Námskeiðið nýtist fólki úr öllum geirum atvinnulífsins þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi.
Námsþættir:
- Hugtakalykill IPMA
- Skilgreining á verkefnum
- Mismunandi gerðir verkefna
- Mismunandi aðferðir við verkefnastjórnun
- Skipulag og samskipti
- Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og áfangaáætlana
- Gerð kostnaðaráætlana
- Greining hagsmunaaðila
- Áhættugreiningar
- Mælikvarðar
- Hópur vs Teymi
- Traust
- Fyrirtækjabragur
- Ágreiningur
- Virk hlustun
- Jafningjastjórnun
- Árangursmiðuð verkefnastjórnun
- Forgangsröðun verkefna
- Bundna leiðin (e. critical path)
- Vottunarferlið
- Verkefnavinna
Við lok námskeiðsins hafa þátttakendur gert fullbúna verkefnisáætlun fyrir lítið verkefni og hafa hlotið undirbúning fyrir D-vottun hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.”
Lengd: 16 klst. 16. – 17. október frá kl. 09:00 – 17:00
Lágmarksþátttaka 10 manns
Verð er 39.900.-