Grunnmenntaskólinn – Ný tækifæri.
Ert þú með stutta skólagöngu að baki eða viltu byrja aftur í
skóla?
Grunnmenntaskólinn er tilvalin leið fyrir þá sem vilja
koma sér aftur af stað í námi eftir hlé. Grunnmenntaskólinn er
300 kennslustunda nám kennt á tveimur önnum og ætlað fólki
sem er 18 ára og eldra. Lögð er áhersla á fjölbreyttar
kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám.
Markmið námsins:
• Að byggja upp grunn í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvum
• Að auka sjálfstraust til náms
• Að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð
• Að þjálfa samvinnu í verkefnagerð
• Að styrkja stöðu á vinnumarkaði.
Námsgreinar eru: Íslenska, enska, stærðfræði,
upplýsingatækni, sjálfsstyrking, námstækni, framsögn og
færnimappa. Kennsla hefst í september náist næg þátttaka.
Verð: 72.000 kr
Stéttarfélög niðurgreiða námið.
Umsóknarfrestur er til 6. september
Nánari upplýsingar veita Valgerður og Sólrún í Visku. 488 0115 eða 488 0116 og viska@eyjar.is / solrunb@eyjar.is
Hér má sjá kynnngarmyndband um Grunnmenntaskólann https://www.youtube.com/watch?v=3SRWN2fTUak&t=38s