Elísa og Margrét Lára eru systur sem hafa lagt metnað sinn í að mennta sig samhliða knattspyrnuferlinum, sem
og að stofna fjölskyldur. Báðar hafa þær orðið fyrir hindrunum á ferlinum sem hefur leitt til mikils áhuga bæði á næringu og geðheilbrigði. Elísa kláraði BS gráðu í næringarfræði
og MS gráðu í matvælafræðum og stundar nú nám við MS í
næringarfræði með sérstaka áherslu á íþróttir. Margrét Lára
kláraði íþróttafræði og útskrifaðist árið 2018 sem klíniskur
sálfræðingur. Þær ætla að sameina krafta sína í fyrirlestri
sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja
þessa þætti saman til að hámarka árangur í íþróttum, í vinnunni eða almennt að fá það besta út úr sjálfum sér
Fyrirlesturinn verður 23. febrúar og gerum við ráð fyrir að byrja klukkan 11:30 og er þetta þátttakendum að kostnaðarlausu en skráning er krafist.
Hægt er að hringja í síma 488-0100 eða senda á sb@setur.is