Pylsu, fars og bjúgnagerð.
Laugardaginn síðastliðinn var haldið námskeið í pylsu, fars og bjúgnagerð. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að gera sínar eigin pylsur og bjúgu frá grunni. Pylsugerðarnemarnir unnu af krafti og var góð stemning í hópnum enda fagmaðurinn Bjarki Freyr Sigurjónsson kjötiðnaðarmaður við stýrið.