Mataræði barna með ADHD eða einhverfu
Megin niðurstöður rannsókna eru þær að fjölbreyttur og næringarríkur matur ásamt reglulegum matmálstímum stuðla að góðu næringarástandi sem er mikilvægt fyrir vöxt og þroska og vellíðan allra barna .
Meðferð við ADHD og einhverfu með sérstöku mataræði er ekki ráðlögð nema þegar grunur er um óþol og ætti þá að vera í samráði við næringarráðgjafa og aðra fagaðila.
Hafa ber í huga að börn á einhverfurófi eru oft á tíðum matvandari en önnur börn og geta átt erfitt með að borða fjölbreyttan mat og er því sérstaklega mikilvægt að styðja við fjölbreytt fæðuval hjá þeim börnum og stuðla þannig að góðu næringarástandi þeirra. Slíkt hið sama má segja um hluta barna með ADHD.
Elísabet Reynisdóttir, sem starfað hefur við ráðgjöf hjá Fjarðabyggð um næringu skólabarna mun leiðbeina um hvernig koma má til móts við matvendni barna.Hún hefur unnið fyrir Granda á Vopnafirði með dagsverkefni í heilsueflingu og fræðslu um mikilvægi næringar og geðræktar svo eitthvað sé nefnt.
Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku.
Kennari: Elísabet Reynisdóttir
Tími: 13. Mars kl. 17:00-19:00
Staður: Viska, Ægisgötu 2