Bókhald fyrir einyrkja og aðila með smærri rekstur
Námskeiðið er ætlað einyrkjum eða verktökum með smærri rekstur sem vilja sjá um eigið bókhald. Námskeiðið er verklegt og er unnið í bókhaldskerfinu DK. Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja aukinn skilning og aukna færni við bókhaldsvinnu.
Farið verður yfir atriði í lögum og reglugerðum sem snúa að bókhaldi, útgáfu reikninga sem og virðisaukaskatti og tekjuskatti. Þá verður farið yfir tilganginn með færslu bókhalds og grunnatriði við bókhaldsvinnu og afstemmingar útskýrð. Einnig verður farið yfir utanumhald um viðskiptakröfur (skuldunauta) og lánadrottna og uppgjör virðisaukaskatts. Að lokum verður fjallað um frágang bókhalds til yfirferðar skoðunarmanns.
Lengd: 20 klst. Kennsla fer fram einu sinni í viku í fimm vikur 4 klst. í senn
Verð: 35.000
Kennari löggiltur endurskoðandi
Fyrirtækjum er bent á www.attin.is þar sem hægt er að sækja um fyrirtækjastyrki sem eru allt að 75% niðurgreiðsla þátttökugjalda.