Að finna farvegi – nokkur orð um símenntun í dreifbýli
Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar…
Fjallað er um helstu lífsstílssjúkdóma m.a. sykursýki 2, offitu, krabbamein, langvinna lungnateppu, þunglyndi, æðakölkun og Alzheimer.
SKRÁNING
Fjallað er um helstu lífsstílssjúkdóma m.a. sykursýki 2, offitu, krabbamein, langvinna lungnateppu, þunglyndi, æðakölkun og Alzheimer.
SKRÁNING
Í lok mars ætlar Ívar Atlason að flytja okkur erindi um nýja aðferð við upphitun á húsum hér í Eyjum.
SKRÁNING
Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar…
Nú til dags eru námsmöguleikar fólks fjölbreyttir, á öllum sviðum samfélagsins. Hins vegar er stóra vandamálið að erfitt kann að…
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk…
Það hefur verið fjör hjá Visku í haust, mikill áhugi á tungumálum og exel og eru slík námskeið í fullum…
Viska er með tengsl við sérfræðinga sem framkvæma lesblindugreiningar, t.d. Logosgreiningu. Ráðgjafar Visku leiðbeina og hafa milligöngu fyrir þá einstaklinga…
Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli sjómanna á þeirri náms- og starfsráðgjöf sem þeim stendur til boða án endurgjalds hjá Visku fræðslu- og símenntunarmiðstöð.
Bæði er farið yfir hlutverk náms- og starfsráðgjafa og þá þjónustu sem við veitum þannig að sjómenn ættu að geta fengið ráðgjöf þegar þeir eru í landi hverju sinni.
Markviss er aðferð til að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum.
Með Markviss er tekist á við þau verkefni fyrirtækja sem fela í sér skipulagningu menntunar, þjálfunar og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna.
Markviss aðferðafræðin byggir á þáttum sem gera uppbyggingu starfsmanna auðveldari.
Með því að nota Markviss er hægt að greina kerfisbundið þá hæfni sem þarf að vera til staðar í fyrirtækinu, hvernig hægt er að öðlast hana og ná árangri.
Viska og Framvegis bjóða upp á námskeið ætluð atvinnubílstjórum.
Námskeiðin fara fram í húsnæði Visku, Ægisgötu 2, nema annað sé tekið fram.
Hægt er að skrá sig með því að hringja í síma 488 01100 eða með því að senda tölvupóst á viska@viskave.is
Námskeiðin verða haldin í lok apríl og maí ef næg þátttaka næst.
Hverjir þurfa að sækja endurmenntun?
Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti. Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að klára endurmenntun fyrir 10. september 2018. Hinir og reyndar allir sem endurnýja ökuskírteinið sitt með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa klárað endurmenntun innan 5 ára.
Hverjir þurfa ekki að sækja endurmenntun?
Þeir bílstjórar sem aka aðeins í eigin þágu og eru ekki í flutningum gegn gjaldi, þurfa ekki að sækja endurmenntun frekar en þeir vilja. Þeir fá því ekki tákntöluna 95 og endurnýja ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D án endurmenntunar sem gefur réttindi til að aka án gjaldtöku. Þeir bílstjórar geta alltaf endurvakið atvinnuréttindin með því að sækja endurmenntun og endurnýja ökuskírteinið með tákntölunni 95.
Endurmenntunin skiptist í þrjá hluta:
Kjarni: (21 kennslustund) . Vistakstur – öryggi í akstri, lög og reglur og umferðaröryggi – bíltækni. Allir verða að taka kjarna.
Valkjarni: (7/14 kennslustundir). Farþega- og vöruflutningar. Bílstjóri sem er bæði með réttindi til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni hefur val um hvorn hluta valkjarnans hann tekur en hann má líka taka báða. Bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni verður að taka farþegaflutningahlutann og bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til vöruflutninga verður að taka vöruflutningahlutann.
Val: (7 kennslustundir). Í vali getur bílstjóri sótt sérhæft námskeið sem varðar starf hans og fellur efnislega undir námskrá Samgöngustofu fyrir flokka aukinna ökuréttinda frá janúar 2005. Sérhæft námskeið í vali skal viðurkennt af Samgöngustofu.
Réttindin eru gefin til kynna með tákntölunni 95 og er lok gildistíma sett í sviga aftan við tákntöluna. Talan gildir í öllum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins og veitir bílstjóra aðgang að atvinnumarkaði bílstjóra í þessum ríkjum. Ríkjunum er einnig heimilt að nota sérstök atvinnuskírteini með mynd af rétthafa í stað eða ásamt tákntölunni. Skylda til endurmenntunar nær til allra sem halda réttindum til að aka bifreiðum í atvinnuskyni í þessum flokkum.
Markmið námskeiðs:
Efni námskeiðs:
Góð heildaryfirferð á þáttum sem starfsmaður í veitingasal þarf að þekkja, ábyrgð hans og samstarf við aðra starfsmenn, framkoma, hreinlæti og erfiðir viðskiptavinir. Áhersla á sölu- og þjónustuþáttinn sem lykil að ánægju viðskiptavinar og hvernig hann skilar sér til starfsfólks. Farið yfir fimm þrepa ferli sem allir viðskiptavinir ganga í gegnum og mikilvæga snertipunkta þess.
Verkleg yfirferð á verklagi og notkun verkfæra í sal og bar, svo sem bakkanotkun, diskaburður, dekking og hreinsun. Þessi hluti miðar að þjónustustigi viðkomandi veitingastaðar.
Lengd:
Eitt skipti í samtals 3 klukkustundir.
Fjöldi:
Hentugur fjöldi er nálægt 10 og hámark er 15 þátttakendur.
Eftirfylgni:
Veitingamenn fá staðfestingu á að námskeið hafi farið fram og hverjir tóku þátt.
Einnig stutta samantekt á veikleikum og styrkleikum hópsins og hvaða áherslur væri
gagnlegt að skoða í framhaldi.
Námskeiðið verður haldið mánudag í mars áður en Landeyjahöfn opnar. Nánar auglýst síðar.
Fyrirtækjum er bent á www.attin.is þar sem hægt er að sækja um fyrirtækjastyrki sem eru allt að 75% niðurgreiðsla þátttökugjalda.
Námskeiðið er ætlað einyrkjum eða verktökum með smærri rekstur sem vilja sjá um eigið bókhald. Námskeiðið er verklegt og er unnið í bókhaldskerfinu DK. Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem vilja aukinn skilning og aukna færni við bókhaldsvinnu.
Farið verður yfir atriði í lögum og reglugerðum sem snúa að bókhaldi, útgáfu reikninga sem og virðisaukaskatti og tekjuskatti. Þá verður farið yfir tilganginn með færslu bókhalds og grunnatriði við bókhaldsvinnu og afstemmingar útskýrð. Einnig verður farið yfir utanumhald um viðskiptakröfur (skuldunauta) og lánadrottna og uppgjör virðisaukaskatts. Að lokum verður fjallað um frágang bókhalds til yfirferðar skoðunarmanns.
Lengd: 20 klst. Kennsla fer fram einu sinni í viku í fimm vikur 4 klst. í senn
Verð: 35.000
Kennari löggiltur endurskoðandi
Fyrirtækjum er bent á www.attin.is þar sem hægt er að sækja um fyrirtækjastyrki sem eru allt að 75% niðurgreiðsla þátttökugjalda.
Megin niðurstöður rannsókna eru þær að fjölbreyttur og næringarríkur matur ásamt reglulegum matmálstímum stuðla að góðu næringarástandi sem er mikilvægt fyrir vöxt og þroska og vellíðan allra barna .
Meðferð við ADHD og einhverfu með sérstöku mataræði er ekki ráðlögð nema þegar grunur er um óþol og ætti þá að vera í samráði við næringarráðgjafa og aðra fagaðila.
Hafa ber í huga að börn á einhverfurófi eru oft á tíðum matvandari en önnur börn og geta átt erfitt með að borða fjölbreyttan mat og er því sérstaklega mikilvægt að styðja við fjölbreytt fæðuval hjá þeim börnum og stuðla þannig að góðu næringarástandi þeirra. Slíkt hið sama má segja um hluta barna með ADHD.
Elísabet Reynisdóttir, sem starfað hefur við ráðgjöf hjá Fjarðabyggð um næringu skólabarna mun leiðbeina um hvernig koma má til móts við matvendni barna.Hún hefur unnið fyrir Granda á Vopnafirði með dagsverkefni í heilsueflingu og fræðslu um mikilvægi næringar og geðræktar svo eitthvað sé nefnt.
Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku.
Kennari: Elísabet Reynisdóttir
Tími: 13. Mars kl. 17:00-19:00
Staður: Viska, Ægisgötu 2
Fyrirlestur um lýðheilsuvandamál og lífsstíl einstaklinga. Fræðsla um næringu og áhrif hennar á fólk almennt. Einnig verður farið inn á sérfæði fyrir sjúklinga og langveika í fyrirlestrinum.
Lífsstílsvandamál hafa alvarlegar afleiðingar jafnt á Íslandi sem og á heimsvísu með auknum líkum á langvinnum sjúkdómum og þar með auknum kostnaði heilbrigðiskerfisins. Með langvinnum sjúkdómum er hér átt við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund 2, offitu, lungnasjúkdóma, beinþynningu, Alzheimer og sumar tegundir krabbameina.
Elísabet hefur starfað við ráðgjöf hjá Fjarðabyggð um næringu skólabarna og haldið fyrirlestra, kennt næringarfræði við Menntaskólann á Egilsstöðum, haldið námskeið fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) um mikilvægi heilsueflingar og unnið með tillögu að breytingum við eldhús HSA. Hún hefur verið með námskeið hjá starfsendurhæfingu Austurlands eða STARFA. Auk þess hefur hún unnið fyrir Granda á Vopnafirði með dagsverkefni í heilsueflingu og fræðslu um mikilvægi næringar og geðræktar.
Kennari: Elísabet Reynisdóttir
Tími: 13. Mars kl. 19:30-22:30
Lengd: þriggja tíma erindi
Staður: Viska, Ægisgötu 2
Verð: 8.000 kr.
Sístækkandi hópur einstaklinga og fyrirtækja þarf að koma samskiptum sínum og gögnum fyrir í skýjunum í kjölfar aukinnar notkunar smartsíma og tafla þar sem geymslupláss er ekki kostur.
Risarnir þrír Apple, Microsoft og Google bjóða upp á lausnir á þessum vanda. Á þessu námskeiði öðlast þú grunnfærni í því að nota Google kerfið til að vinna, geyma og deila gögnum og upplýsingum.
Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við myndirnar þínar sem núna eru á símanum/töflunni, ef þú vilt deila skjölum á hraðan og einfaldan hátt, ef þú vilt spjalla og vinna í upplýsingum á sama tíma, ef þú vilt skipuleggja þig heima og í vinnu þá er þetta námskeið hannað fyrir þig.
Google býður uppá heila gullkistu verkfæra sem allt of fáir nýta sér. Kerfið er sveigjanlegt og einfalt í notkun og leysir margan nútímavandann eins og deilingar, samstarf og geymslupláss.
Á námskeiðinu förum við í
Námskeiðið er byrjendanámskeið en ef þú hefur notað gmail í langan tíma og ekki kynnt þér önnur verkfæri Google ættir þú endilega að mæta.
Ávinningur þinn:
Fyrir hverja:
Fyrir einstaklinga, félagasamtök, fólk hjá fyrirtækjum og flest alla þá sem hafa áhuga á að læra að nýta sér verkfærakistu Google og auðvelda sér lífið. Námskeiðið er grunnnámskeið og miðað út frá byrjendum .
Aðrar upplýsingar:
Á námskeiðinu er blandað saman aðferðum við vinnu frá tölvu og snjallsíma (iphone). Útgangspunkturinn er vinna á tölvunni og því er ágætt ef þátttakendur hafa með sér tölvu með þráðlausu netkorti og að þeir hafi hlaðið niður Chrome vafranum sem vinnur best með Google.
Þátttakendur eiga að hafa skráð Gmail fyrir námskeiðið og hafa sett upp viðeigandi Apps (gmail, drive, dagatal, docs) á snjallsímann/tölvuna.
ATH. Þátttakendur geta fengið aðstoð við gmail skráninguna og að sækja Apps áður en námskeiðið hefst á námskeiðsdegi. Námsefnið er uppfært miðað við tækni og möguleika hverju sinni.
Leiðbeinandi er Bergþóra Þórhallsdóttir og fer kennsla fram í apríl . Tímasetning nánar auglýst síðar.
Fjallað er um helstu lífsstílssjúkdóma m.a. sykursýki 2, offitu, krabbamein, langvinna lungnateppu, þunglyndi, æðakölkun og Alzheimer. Einnig er fjallað um leiðir til að fyrirbyggja þessa sjúkdóma, lífsstílslyf og ýmis úrræði í baráttu við þessa kvilla, t.d. hreyfiseðla, mælingar á blóðþrýstingi/blóðsykri og rafrettur.
Markmið:
Að auka þekkingu sjúkraliða á lífsstílssjúkdómum sem taldir eru ein algengasta dánarorsök fólks í heiminum. Fjallað verður um þau úrræði sem nota má í baráttunni við þessa sjúkdóma, m.a. lífsstílslyf.
Haldið í Visku mánudaginn 9. apríl kl. 8:15-16:00
Leiðbeinandi: Bryndís Þór Þórsdóttir lyfjafræðingur
Verð: 24.000
Námskeiðinu hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta sig á æfingum hvort sem þú ert að hlaupa, synda, hjóla,lyfta, stunda fjallgöngu eða stunda aðra tegund af hreyfingu.
Vilt þú auka súrefnisupptöku þína ?
Jafna þig hraðar milli æfinga ?
Læra að halda púlsinum niðri eða ná púlsinum neðar ?
Hafa stjórn á spennustiginu ?
Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig
Áherslurnar á námskeiðinu eru eftirfarandi:
Leiðbeinandi er Birgir Skúlason sem er alþjóðlegur fríköfunarkennari frá AIDA PADI og SSI og er einnig skyndihjálparkennari. Freedive Iceland hefur haldið námskeið í bættri öndun og aukinni súrefnisupptöku síðan 2014.
Tími: kennsla fram kl. 18:00 til 21:00 þann 21. Mars
Verð: 8.500 kr.
Staður: Ægisgata 2
Í lok mars ætlar Ívar Atlason að flytja okkur erindi um nýja aðferð við upphitun á húsum hér í Eyjum. Við köllum þetta erindi „Að virkja golfstrauminn“ og verður það haldið 10. Apríl kl. 19:30-21:00.
Erindið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku.
Miðvikudaginn 14.mars stendur til að kenna flatkökugerð.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fólk er hins vegar beðið að skrá sig til þátttöku hjá Visku.
Þeir sem áður höfðu skráð sig til þátttöku eru beðnir að staðfesta þáttökuna.
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.
Námskeiðið er metið til eininga í flestum framhaldsskólum, til aukinna ökuréttinda og víðar. Til öryggis er þeim sem þurfa skyndihjálparþekkingu sem hluta af starfsréttindum eða námi ráðlagt að leita staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt.
Kennari: Hildur Vattnes
Tími: þegar þátttaka hefur náðst á vorönn 2018
Lengd: 16 kennslustundir (12 klukkustundir – 3 skipti).
Staður: Visku Ægisgötu 2
Verð: 15.000 kr.
Fyrirtækjum er bent á www.attin.is þar sem hægt er að sækja um fyrirtækjastyrki sem eru allt að 75% niðurgreiðsla þátttökugjalda.
Vilt þú geta bjargað þér á spænsku næst þegar þú ferð í frí til Spánar? Ef svo er, þá er þetta námskeið tilvalið fyrir þig. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa litla sem enga undirstöðu í spænsku. Áhersla verður lögð á framburð, málfræði og að byggja upp orðaforða ásamt nytsamlegum orðum og frösum sem gagnast í ferðalaginu.
Staður: Húsnæði Visku að Ægisgötu 2
Kennari: Bryndís Stefánsdóttir BA í spænsku
Fjöldi: lágmark 8 manns
Tími: samtals 40 kennslust. þegar næg þátttaka hefur náðst
Verð: 35.000 kr.